Jólin nálgast !!!

Og ég er ekkert að "komast" í jólaham frekar en fyrridaginn :( Þorláksmessu í fyrsta lagi svona eins og venjulega EN þar sem er að spá í að fara út á land um hátíðirnar verð ég líklega að taka eitthvert forskot á jóla verslun og jóla tengt brölt gallinn við það er að ég kemst oftast í eitthvert "jólaskap" á búðaröltinu og finnst það alltaf svolítið svindl því ég dett fljótlega úr því aftur og upp lifi hálfgerða "jólaæðis timburmenn" :D en ætla að láta mig hafa það samt þessi jólin. Ætla samt að gera eitthvað óvenjulegt þessi jól það hefur kraumað í maganum á mér að "brjóta" upp jólahefðirnar eitthvað og það sem mér dettur einna helst í hug er að fara á Jólakattar veiðar ...  hummm hehe ekki veit ég hvuddnig það leggst í landann en bölvað ófétið olli mér miklu hugarangri í æsku og það er komin tími á eitthvað pay back !!! Veit svo sem ekkert hvort kvikindið leynist undir rúmi enn eins og ég hélt þegar ég var lítill eða uppí fjallinu fyrir ofan bæinn þar sem ég ólst upp en sakar kannski ekki að gá ??? annars er ég eilítið ráðþrota með hverslags vopn ég eigi að hafa meðferðis?? Innkaupapoka fullan af Kattafötum til að dressa fressið upp ?? Hann jú kom og ÁT öll börn sem ekki fengu nýja flík um jólin (samkvæmt kenningunni) svona til að leifa honum að njóta þeirrar sælu að fá nýjar flíkur um jólin ??? gæti lækkað rostann í honum og gert hann öllu manneskjulegri ?? Veit ekkert um það Annars ... nei ætli ég fari ekki bara þarna vestur og reyni að vera mínum nánustu eins góður og mögulegt er .. það eru jú jólin ekki satt ??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

hæ hæ

Þú lætur mig vita ef þú nærð kvikindinu það hefur sennilega verið sá sami köttur sem hræddi mig í sveitinni

annars skilaðu kveðju vestur

Sigurður Hólmar Karlsson, 16.12.2007 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband